Starfsmannaþjónusta

Nákvæmir útreikningar, tímanleg afhending og örugg meðhöndlun trúnaðarupplýsinga eru lykilatriði í launavinnslu fyrirtækja.

Fjárvakur hefur þessi atriði að leiðarljósi og veitir viðskiptavinum sínum ábyrga og hagkvæma starfsmannaþjónustu í fremstu röð.  Mannauðsstjórar, fjármálastjórar og aðrir lykilstjórnendur fyrirtækja eru í nánu samstarfi við sinn launafulltrúa hjá Fjárvakri sem ber ábyrgð á launavinnslu viðkomandi viðskiptavinar.

 

 

Launamenn í þjónustu hjá Fjárvakri eru yfir fimm þúsund talsins og dreifast á um 30 stéttarfélög.

Fjárvakur leggur mikla áherslu á öryggi og skilvirkni í meðhöndlun trúnaðarupplýsinga í launavinnslu. 

Boðið er upp á fjölbreyttar lausnir fyrir rafrænan innlestur á launatengdum færslum úr stöðluðum skýrslum viðskiptavina.  Skil á launagreiðslum, dagpeningagreiðslum, launaseðlum, launatengdum gjöldum, skilagreinum og vottorðum eru rafræn. Bókhaldsfærslum er skilað rafrænt í fjárhagsbókhald viðskiptavina og er upplýsingum og skýrslum einnig skilað rafrænt í Excel skjölum til greiningar, áætlana og myndrænna framsetninga. 

Rafræn samskipti við viðskiptavini og miðlun upplýsinga eru í öruggu og vottuðu umhverfi og aðgangsstýringar í öllum kerfum tryggja takmarkaðan aðgang að viðkvæmum upplýsingum samkvæmt skilgreindum þörfum viðskiptavinar.

Fjárvakur býður uppá mannauðskerfi sem styður allt ferli mannauðsstjórnunar, frá umsókn til starfsloka. Þjónustan felur í sér umhverfi og ráðgjöf fyrir skráningu, greiningu um utanumhald á flestu því sem snýr að starfsmönnum.  Einnig býður Fjárvakur upp á vakta- og viðverukerfi með rafrænum samskiptum við launakerfi.

 

Fjárvakur – Icelandair Shared Services    |    Icelandairhúsinu    |    Reykjavíkurflugvelli    |    101 Reykjavík    |    Sími 505 0250    |    fjarvakur@fjarvakur.is
Fjárvakur – Icelandair Shared Services
Icelandairhúsinu
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík
Sími 505 0250
fjarvakur@fjarvakur.is