Fjármálaþjónusta

Fjármálaþjónusta Fjárvakurs felst í umsjón verkferla sem tilheyra fjármálasviði fyrirtækja.

Viðskiptavinir eru meðalstór og stór fyrirtæki sem geta valið um að útvista fjármálaferlum fyrirtækis í heild eða aðeins ákveðnum þáttum. Fjármálastjórn helst þó yfirleitt áfram innan fyrirtækis og eru fjármálastjórar og aðrir lykilstjórnendur fyrirtækja í nánu samstarfi við þjónustustjóra Fjárvakurs sem ber ábyrgð á bókhaldi viðkomandi viðskiptavinar. Markmið okkar er að fyrirtæki nái meiri árangri í fjármálastjórnun með samstarfi við okkur og stendur fjármálaþjónusta Fjárvakurs fyrir áreiðanlegar og tímanlegar upplýsingar til viðskiptavina. 

  

 

 

Mikil áhersla er lögð á að viðskiptavinir hafi greiðan aðgang að áreiðanlegum fjármálaupplýsingum, hvar og hvenær sem er.

Í upphafi samstarfs eru þarfir viðskiptavina um stjórnendaupplýsingar skilgreindar og viðeigandi skýrslur útbúnar. Skýrslum er síðan aðgangsstýrt eftir því hvaða aðgang hver stjórnandi á að hafa.

Upplýsingakerfi Fjárvakurs eru mjög öflug og geta tekið á móti sjálfvirkum færslum úr hvaða sölu- og innkaupakerfi sem er. Fyrirtæki geta því haldið sínum grunnkerfum sem oft eru sérsniðin að þeirra atvinnugrein. Fjárvakur notar fjárhagsbókhaldskerfið Coda financials og þegar fyrirtæki koma í fjármálaþjónustu til Fjárvakurs leggja þau niður sitt fjárhagsbókhaldskerfi, en halda áfram að nota þau grunnkerfi sem henta best þeirra rekstri.  Coda er tengt við þessi grunnkerfi og gögn eru jafnóðum færð rafrænt úr þeim yfir til Fjárvakurs, þar sem unnið er úr þeim og þeim breytt í stjórnendaupplýsingar sem uppfylla þarfir viðskiptavina. Í dag eru yfir 120 kerfi tengd við fjárhagsbókhaldskerfi Fjárvakurs.

Fjárvakur – Icelandair Shared Services    |    Icelandairhúsinu    |    Reykjavíkurflugvelli    |    101 Reykjavík    |    Sími 505 0250    |    fjarvakur@fjarvakur.is
Fjárvakur – Icelandair Shared Services
Icelandairhúsinu
Reykjavíkurflugvelli
101 Reykjavík
Sími 505 0250
fjarvakur@fjarvakur.is